Egill Þórðarson
Ég er fæddur 23. ágúst 1949 í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi þar til ég fór til náms í Svíþjóð.Þar lauk ég verkfræðinámi frá KTH í Stokkhólmi 1976 en hef starfað á Íslandi síðan. Fyrst starfaði ég í Stálsmiðjunni, síðan á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns og kenndi jafnframt við Háskóla Íslands málmefnisfræði. Síðan lá leiðin á Suðurnes í þjónustu Varnarliðsins þar sem ég starfaði rúm 20 ár, en hóf störf hjá Verkfræðistofu Sig. Thoroddsens 2004 og síðar hjá Hniti 2007-2009, en starfa núna sjálfstætt frá 2009-2012. Ég kynntist Ragnheiði konunni minni 1979 og fékk með henni tvær yndislegar dætur, sem sagt þrjár í einum pakka. Við eigum líka son Ragnar en öll eru þau uppkomin og hin mannvænlegustu. Það er mikið lán.