Sjálfs er höndin hollust

Hver var tilgangurinn með stofnun lýðveldisins Íslands árið 1944? Höfðum við það ekki ágætt með sameiginlegan konung með Dönum? Við vorum með okkar eigin mynt, en áður var myntin sameiginleg með Dönum - dönsk króna. Danir voru okkur ekki slæmir, við vorum sjálfum okkur verstir. Hvað var þá að? Og af hverju viljum við nú sameinast öðrum ríkjum undir stjórn ESB?

Þegar ung manneskja kemur í heiminn, liggur hún ósjálfbjarga, horfir út í loftið og kreppir litlu hnefana. Svo líður tíminn hún fer að velta sér, skríða og loks að ganga. Þar kemur að unga manneskjan vill gera hlutina sjálf og segir: Ég vil sjálf(ur). Árin líða og unga manneskjan verður sjálfráða og lögráða - fullorðin og fullþroskuð og vill sjá um sín mál sjálf. Hún þarf engann tilsjónarmann og hefur fullt frelsi til að taka ákvarðanir um sitt líf. Unga manneskjan sér ekkert nema tækifæri og getur allt, þrátt fyrir hugsanlega lítil efni. Þannig var íslenzku þjóðinni varið árið1944.

Íslenzka þjóðin hafði barizt fyrir fullu sjálfstæði sínu í meira en 100 ár og fögnuðurinn var mikill. Á Þingvöllum voru mikil hátíðahöld, kórar sungu og ræður voru fluttar. Það rigndi mikið, en enginn lét það á sig fá. Allir glöddust heils hugar og draumarnir höfðu rætzt. Nú eru hins vegar þeir, sem fögnuðu á Þingvöllum, óðum að yfirgefa okkur, og skilja það eftir í okkar höndum. Við erfum landið, berum ábyrgð á því og þurfum að vernda og varðveita fyrir okkar börn og barnabörn.

Við þekkjum þjóð, sem fór öðru vísi að. Nýfundnaland-Labrador lenti í efnahagsvanda 1946-1949 og skuldaði meira en það gat greitt. Það endaði með því, að NL sameinaðist Kanada árið1949, fimm árum eftir að við stofnuðum lýðveldi. Nýfundnalandsþjóðin lítur til okkar með eftirsjá, þegar hún sér hve vel okkur hefur vegnað. Nú erum við í sömu stöðu og hún var fyrir 60 árum. Ætlum við að fela öðrum að sjá um okkar mál, s.s. fiskveiðastjórnum, olíuleit og efnahagsstjórn? Nýfundnalandsþjóðin býr við ölmusur frá sambandsstjórninni í formi styrkja, fiskveiðar hafa lagzt af og olíulindir í sjónum verða ekki í umsjá þjóðarinnar.

Nú segja ESB-sinnar, að við munum hafa mun meiri áhrif, ef við gerumst fullgildir aðilar. Það sama var sagt, þegar við gerðumst aðilar að EES. En hver hefur reyndin orðið. Alþingi okkar afgreiðir lög frá ESB í röðum athugasemdalaust og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Gjaldþrot. "Ísland er tæknilega séð gjaldþrota", sagði núverandi viðskiptaráðherra, þá dósent við Háskóla Íslands og fékk bágt fyrir frá stjórnarherrum. Ísland verður að forðast að lenda í sömu stöðu og Nýfundnaland-Labrador.

En þrátt fyrir þetta er bjart framundan. Landið er gjöfult og fiskimiðin fæða okkur. Fasteignirnar hafa ekki farið neitt, mikið af atvinnutækjum er í landinu og fólkið er hér enn - helzta auðlindin okkar. Eina vandamálið er rangar verðmerkingar á eignum, bæði eiginlegum og óeiginlegum. Heita vatnið streymir enn upp úr jörðinni, kalda vatnið er hreint og ótakmarkað og fossarnir gefa okkur rafmagn allt árið um kring. Álverin eru á sínum stað, þótt erfitt sé um þessar mundir hjá eigendum þeirra. Hugmyndaflugi okkar eru engar skorður settar og með okkar framkvæmdagleði munum við sigla undir fullum seglum út úr sortanum. Við höfum séð það svartara.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Þórðarson

Höfundur

Egill Þórðarson
Egill Þórðarson
Ég er fæddur 23. ágúst 1949 í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi þar til ég fór til náms í Svíþjóð.Þar lauk ég verkfræðinámi frá KTH í Stokkhólmi 1976 en hef starfað á Íslandi síðan. Fyrst starfaði ég í Stálsmiðjunni, síðan á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns og kenndi jafnframt við Háskóla Íslands málmefnisfræði. Síðan lá leiðin á Suðurnes í þjónustu Varnarliðsins þar sem ég starfaði rúm 20 ár, en hóf störf hjá Verkfræðistofu Sig. Thoroddsens 2004 og síðar hjá Hniti 2007-2009, en starfa núna sjálfstætt frá 2009-2012. Ég kynntist Ragnheiði konunni minni 1979 og fékk með henni tvær yndislegar dætur, sem sagt þrjár í einum pakka. Við eigum líka son Ragnar en öll eru þau uppkomin og hin mannvænlegustu. Það er mikið lán.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband