"Auk þess legg ég til, að Karþagóborg verði lögð í eyði."

Þessi frægu orð Cato hins gamla koma upp í hugann, þegar Jón Baldvin Hannibalsson fer mikinn á síðum Morgunblaðsins viku eftir viku. Úr penna (tölvu) hans kemur aldrei svo grein, að ekki sé rætt um inngöngu í ESB. Jón Baldvin er sanntrúaður Evrópusinni og einblínir á hagrænar stærðir eins og verð á landbúnaðarvörum og evruna til skamms tíma. Vissulega er staðan slæm núna, en hefði ekki verið betri þótt við hefðum verið með evru. Vissulega hafa orðið framfarir á ýmsum sviðum með þátttöku í EES, en það er byggt á viðskiptalegum grunni, þeas viðskiptasamningum milli sjálfstæðra þjóða. En ekki má blanda saman þjóðasamningum og ríkjasamböndum. Jón Baldvin skautar yfirleitt létt fram hjá þeirri staðreynd, að innganga Íslendinga í ESB þýðir afsal sjálfstæðis. Í raun eru það landráð að leggja til aðild Íslendinga að ESB, þótt í góðu skyni sé gert. Muna menn enn eftir Arne Treholt, Norðmanninum, sem gaf Rússum upplýsingar til að liðka fyrir samskiptum milli þjóðanna? Hann var dæmdur fyrir landráð.

Ég spyr Jón Baldvin Hannibalsson: Af hverju telur þú, að við höfum sótzt eftir fullveldi 1918? Af hverju heldurðu, að við höfum sett á stofn lýðveldi 1944? Ertu að segja, að allt starf Jóns Sigurðssonar forseta hafi verið til einskis? Telurðu, að innganga Íslendinga í ESB feli í sér afsal sjálfstæðis eða ekki og hvernig rökstyðurðu það?

Egill Þórðarson verkfræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Þórðarson

Höfundur

Egill Þórðarson
Egill Þórðarson
Ég er fæddur 23. ágúst 1949 í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi þar til ég fór til náms í Svíþjóð.Þar lauk ég verkfræðinámi frá KTH í Stokkhólmi 1976 en hef starfað á Íslandi síðan. Fyrst starfaði ég í Stálsmiðjunni, síðan á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns og kenndi jafnframt við Háskóla Íslands málmefnisfræði. Síðan lá leiðin á Suðurnes í þjónustu Varnarliðsins þar sem ég starfaði rúm 20 ár, en hóf störf hjá Verkfræðistofu Sig. Thoroddsens 2004 og síðar hjá Hniti 2007-2009, en starfa núna sjálfstætt frá 2009-2012. Ég kynntist Ragnheiði konunni minni 1979 og fékk með henni tvær yndislegar dætur, sem sagt þrjár í einum pakka. Við eigum líka son Ragnar en öll eru þau uppkomin og hin mannvænlegustu. Það er mikið lán.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband