Stjórn Seðlabankans og stjórnarskráin

Það var athyglisvert að sjá, hvað erlendir fjölmiðlar töldu hafa valdið stjórnarslitum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það var að ennþá var sama stjórn í Seðlabankanum. Hvers vegna er þá verið að tala um ágreining um forsætisráðherrastólinn? Er það ef til vill vegna þess að Seðlabankinn heyrir undir forsætisráðherrann og að það er eina leiðin til að setja stjórn bankans af að skipta um forsætisráðherra?

Stjórnmálamenn eru bjartsýnir um að geta breytt stjórnarskránni þannig, að hægt verði að kjósa um ESB-aðild í vor jafnframt því að taka á efnahagsmálum einstaklinga og fyrirtækja. Það er gott að vera bjartsýnn. Stjórnarskráin var ekki samin í neinni skyndingu, en rétt er að reyna að endurskoða hana á þessum skamma tíma og láta síðan breytingatillögurnar hvíla sig í sumar þar til þing kemur saman í haust. Margt kann að birtast okkur með nýjum hætti eftir sumarið og við fáum fleiri sjónarhorn. Vonandi fara menn ekki að reyna að gera hana svo skýra að hún lengist að mun, því að reynslan er sú, að því lengri sem stjórnarskrár eru því verri eru þær og lýðræði minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Þórðarson

Höfundur

Egill Þórðarson
Egill Þórðarson
Ég er fæddur 23. ágúst 1949 í Reykjavík, ólst upp í Kópavogi þar til ég fór til náms í Svíþjóð.Þar lauk ég verkfræðinámi frá KTH í Stokkhólmi 1976 en hef starfað á Íslandi síðan. Fyrst starfaði ég í Stálsmiðjunni, síðan á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns og kenndi jafnframt við Háskóla Íslands málmefnisfræði. Síðan lá leiðin á Suðurnes í þjónustu Varnarliðsins þar sem ég starfaði rúm 20 ár, en hóf störf hjá Verkfræðistofu Sig. Thoroddsens 2004 og síðar hjá Hniti 2007-2009, en starfa núna sjálfstætt frá 2009-2012. Ég kynntist Ragnheiði konunni minni 1979 og fékk með henni tvær yndislegar dætur, sem sagt þrjár í einum pakka. Við eigum líka son Ragnar en öll eru þau uppkomin og hin mannvænlegustu. Það er mikið lán.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband