17.3.2010 | 12:44
Loftræstikerfi geta snúist í andhverfu sína
Loftræstikerfi eiga að flytjaferskt loft inn þar, sem gluggar koma ekki að gagni. En gera þau það? Samkvæmt nýlegri úttekt Lagnafélags Íslands eru áhöld um það eins og kemur fram í Morgunblaðinu 2. marz síðastliðinn.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/02/litid_eftirlit_med_thvi_hvort_loftraestikerfin_virk
Loftræstikerfi þarf að hreinsa reglulega eða 2 var sinnum á ári. Sum kerfi eru aldrei hreinsuð. Það skiptir máli, að auðvelt sé að hreinsa lagnastokka og þá þarf bæði hönnun og smíði að vera vönduð. Það er ekki auðvelt að hreinsa kerfi, sem er með skarpar beygjur, mikið af börkum og aukatengjum.
En hvernig virka kerfin? Gera þau það, sem þeim er ætlað? Við hönnun kerfanna skal endað á að gera handbók lagnakerfa. Nokkur misbrestur er á, að þær séu gerðar og ef þær eru gerðar, þá með því að afrita handahófskennt gögn um hluta lagnakerfisins. Og það er undir hælinn lagt, hvort virkni kerfanna er prófuð. En skilyrðið fyrir, að hægt sé að virkniprófa, hlýtur að vera góð handbók.
En það þarf að þjónusta lagnakerfi og gera þjónustusamninga þar um. Það eru ekki margir, sem útbúa slíka þjónustusamninga hér á landi enda ekki rík hefð fyrir slíku. EglaRáðgjöf (eglaradgjof.is) heitir fyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð þjónustusamninga. Stjórnandi þess er Egill Þórðarson verkfræðingur og hefur hann langa reynslu af gerð þjónustusamninga á vegum Varnarliðsins heitins.
Auk þess eru til ýmis fyrirtæki, sem sérhæfa sig í að vinna eftir þjónustusamningum og eru mörg hver afar fagleg og með hæfa starfsmenn innanborðs. Þar má nefna Hitastýringu og fleiri aðila.
Egill Þórðarson verkfræðingur
Um bloggið
Egill Þórðarson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.